Búast við 50-60% fjölgun krabbameinstilfella

Krabbameinsfélag Íslands
Krabbameinsfélag Íslands Ljósmynd/Aðsend

Á næstu árum er bú­ist við mik­illi fjölg­un krabba­meinstil­fella á heimsvísu. Á Íslandi er bú­ist við 50-60% fjölg­un til­fella til árs­ins 2040, sem er mun meira en spáð er al­mennt fyr­ir Evr­ópu. Þessa fjölg­un má helst rekja til ald­urs­sam­setn­ing­ar þjóðar­inn­ar og mann­fjöldaþró­un­ar.

„Heil­brigðis­kerfið er al­veg rosa­lega hlaðið, það er und­ir miklu álagi í dag og það þarf að vera á hreinu að við séum til­bú­in til þess að taka við þeirri aukn­ingu sem er fyr­ir­sjá­an­leg og við hjá Krabba­meins­fé­lag­inu telj­um að það þurfi ákveðnakerf­is­breyt­ingar til þess" seg­ir Halla Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmd­ar­stjóri Krabba­meins­fé­lags Íslands, í sam­tali við mbl. 

Vilja koma í veg fyr­ir biðtíma 

Fé­lagið stend­ur fyr­ir málþingi á morg­un þar sem þetta mál­efni verður meðal ann­ars til um­fjöll­un­ar. Mark­mið málþings­ins er að hefja umræðu og líta til reynslu Norður­land­anna og velta því upp hvort inn­leiðing staðlaðra grein­ing­ar- og meðferðarferla myndi hjálpa til við að tak­ast á við þær áskor­an­ir sem fylgja krabba­mein­um í framtíðinni hér­lend­is, kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Krabba­meins­fé­lag­inu.

Á málþing­inu verður rætt um það hvort inn­leiðing staðlaðra grein­ing­ar- og meðferðarferla sé leiðin til þess að koma í veg fyr­ir biðtíma, auka ör­yggi sjúk­linga og passa að all­ir fá sömu þjón­ustu óháð bak­grunni þegar það vakn­ar grun­ur um krabba­mein, að sögn Höllu Þor­valds­dótt­ur. 

„Þetta ferli er sér­stak­lega hugsað sem leið til þess að koma í veg fyr­ir að það sé ein­hver óþarfa biðtími. seg­ir Halla Þor­valds­dótt­ir. 

Málþing Krabba­meins­fé­lags Íslands verður haldið á morg­un á milli 10 og 12 í hús­næði Krabba­meins­fé­lags­ins að Skóg­ar­hlíð 8, 4. hæð.

Hérna er hlekk­ur að streymi málþings­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert