Hamingja landsmanna fer hnignandi

Færri íslendingar meta andlega heilsu sína góða en áður.
Færri íslendingar meta andlega heilsu sína góða en áður. mbl.is/Ófeigur

Aldrei hafa færri talið sig hamingjusama frá því að landlæknir hóf mælingar fyrir um ellefu árum. Fleiri segjast eiga erfitt með að ná endum saman og virðist það vera einn stærsti áhrifaþáttur í dvínandi geðheilsu landsmanna.

Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi Landlæknis um heilbrigðisupplýsingar. Þar segir að færri meti andlega heilsu sína góða en áður samkvæmt gögnum landlæknis.

Þegar vöktun á áhrifaþáttum um andlegt heilbrigði hófst fyrst fyrir um áratug, litu 79% fullorðinna andlega heilsu sína góða. Árið 2023 var hlutfallið komið niður í 67%.

Ungar konur verst staddar

Ungt fólk er í lakari stöðu heldur en það eldra hvað varðar andlega heilsu.

Konur á aldrinum 18-24 standa þá hvað verst en árið 2023 litu 45% kvenna í aldurshópnum andlega heilsu sína góða eða mjög góða.

Í tveimur mælingum koma karlar verr út en konur, en það eru mælingar á svefni og hamingju.

Andleg heilsa út frá fjárhagsaðstæðum

Fjárhagsörðugleikar eru einn stærsti áhrifaþáttur slæmra mælinga andlegrar heilsu, einmanaleika, hamingju, streitu, velsældar og svefns.

Mælingar skoðaðar út frá fjárhagslegum aðstæðum sýna að fólk sem á erfiðara með að ná endum saman mælist í verri stöðu hvað varðar þessa þætti, saman borið við þau sem eiga auðvelt með að ná endum saman.

Graf sem sýnir hlutfall karla og kvenna á mældum þáttum …
Graf sem sýnir hlutfall karla og kvenna á mældum þáttum á árunum 2020-2023. Grafík/Landlæknir

Þá kemur fram að andleg heilsa Íslendinga er almennt góð þó hún fari dvínandi. Þá töldu Íslendingar sig fá nægan svefn, töldu sig hamingjusöm. Aftur á móti sýnir grafið að Íslendingar upplifðu mikla streitu í daglegu lífi á þessum árum og fundu oft fyrir einmanaleika. 

Færst hefur í aukana að fólk upplifi sig eiga erfitt með að ná endum saman og virðist það vera einn mesti áhrifaþáttur dvínandi mælinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert