Willow leysir óleysanleg vandamál á fimm mínútum

Skammtaflagan Willow.
Skammtaflagan Willow. AFP

Fyr­ir­tækið Google hef­ur svipt hul­unni af skammta­f­lögu sem er nýj­asta tólið í þróun skammta­tölv­un­ar­fræði. Held­ur fyr­ir­tækið því fram að flag­an leysi vanda­mál á fimm mín­út­um sem hröðustu of­ur­tölv­ur heims­ins myndu leysa á tíu kvaðrilljón­um, eða 10.000.000.000.000.000.000.000.000 árum.

Rétt er að taka fram að al­heim­ur­inn er „aðeins“ 13,7 millj­arða ára gam­all, eða 13.700.000.000 ára.

Google seg­ir að mark­miðið sé að leysa vanda­mál framtíðinn­ar sem hingað til hafa verið óleys­an­leg.

Í frétt breska rík­is­út­varps­ins (BBC) seg­ir að flag­an sé hluti af þróun skammta­tölv­un­ar­fræði sem snýr nú að því að nota ör­einda­fræði til að skapa nýja týpu af ótrú­lega öfl­ugri tölvu.

Hef­ur Google nefnt skammta­f­lög­una Willow og seg­ir hana vera lyk­il­inn að stór­um bylt­ing­um í skammta­tölv­un­ar­fræði framtíðar þar sem hún muni ryðja leiðina að skammta­tölvu á stór­um skala.

Þó segja sér­fræðing­ar að Willow sé, eins og er, að mestu leyti til­rauna­tæki, sem þýðir að skammta­tölva sem væri nógu öfl­ug til að leysa raun­veru­leg fjölþætt vanda­mál er enn þá ein­hverj­um árum, og millj­örðum banda­ríkja­dala, frá því að vera byggð.

Virka með allt öðrum hætti

Grein­ir BBC frá því að skammta­tölv­ur virki með allt öðrum hætti en sú tækni sem fólk þekk­ir í gegn­um síma sína eða tölv­ur.

Þeir not­ist við skammta­fræði, sem er hin „und­ar­lega hegðun“ ör­lít­illa agna, til að leysa vanda­mál með miklu sneggri hætti en hefðbundn­ar tölv­ur gera.

Þá er von­ast eft­ir því að skammta­tölv­ur gætu á end­an­um náð að flýta tölu­vert fyr­ir flókn­um verk­efn­um eins og að skapa ný lyf.

Þó ríkja einnig efa­semd­ir gagn­vart skammta­tölv­um og eru sum­ir sem ótt­ast að þær gætu verið notaðar til ills eins og t.d. að brjót­ast í gegn­um teg­und­ir dul­kóða sem notaðir eru til að vernda viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar.

Þá ber þess t.d. að geta að fyr­ir­tækið Apple til­kynnti í fe­brú­ar að dul­kóðun sem vernd­ar IMessa­ge-skila­boð væri í því ferli að vera gerð meira varið svo að skammta­tölv­ur gætu ekki brot­ist í gegn­um dul­kóðann í framtíðinni og lesið skila­boðin.

Enn þá langt í land

Hart­mut Neven, sem leiðir rann­sókn­ar­stofu Google er snýr að skammta­gervi­greind og lýs­ir sjálf­um sér sem æðsta bjart­sýn­is­manni Willow-verk­efn­is­ins, seg­ir að skammtaflag­an yrði notuð í sum­um hag­nýt­um verk­efn­um en neitaði að gefa upp frek­ari upp­lýs­ing­ar.

Þó tók hann fram að flaga á borð við Willow sem hægt væri að nota á sviðum þar sem skammta­áhrif eru mik­il­væg, eins og við hönn­un á kjarna­samruna­ofn­um eða til að skilja bet­ur virkni lyfja og lyfjaþró­un­ar, myndi ekki sjást fyr­ir lok ára­tug­ar­ins.

Munu ekki koma í stað hefðbund­inna tölva

Þó að Willow hafi hlotið mikið lof bend­ir pró­fess­or­inn Alan Woodw­ard, tölv­un­ar­fræðing­ur við Sur­rey-há­skól­ann í Bretlandi, á að skammta­tölv­ur muni vissu­lega verða betri í ýms­um verk­efn­um en hinar hefðbundnu tölv­ur en að þær muni þó ekki koma í stað þeirra.

Seg­ir hann að ekki eigi að of­meta ár­ang­ur Willow út frá einu prófi og nefn­ir að ekki ætti að bera sam­an epli og app­el­sín­ur. Google hafi valið vanda­mál og notað sem viðmið fyr­ir frammistöðu, sem hafi verið sér­sniðið fyr­ir skammta­tölvu.

Mark­ar veru­leg­ar fram­far­ir

Hann tók engu að síður fram að Willow marki tíma­mót, þá sér­stak­lega þegar kæmi að því sem kallað er villu­leiðrétt­ing, en vill­ur eru stór hindr­un þegar kem­ur að sköp­un öfl­ugra skammta­tölva og því hafi þró­un­in á bak við Willow verið hvetj­andi fyr­ir alla sem leit­ast við að smíða hag­nýta skammta­tölvu.

Þó tek­ur Google fram að til að þróa hag­nýt­ar skammta­tölv­ur þurfi villu­leiðrétt­ing að vera mun meiri en það sem kom fram þegar Willow var prófað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka