Staðfestir ekki Icesave-lög

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að synja nýsettum lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga staðfestingu.

Samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar taka lögin gildi en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um endanlegt gildi þeirra. 

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina