Erfiðara að taka upp samninga eftir þjóðaratkvæði

Eiríkur Tómasson.
Eiríkur Tómasson. Rax / Ragnar Axelsson

Það verður erfiðara að semja um endurskoðun á Icesave-lögunum síðar ef þjóðin er búin að samþykkja lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta segir Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands.

Eiríkur segir að það sé ekkert launungarmál að rætt hafi verið um það innan stjórnkerfisins að hugsanlega sé hægt að endursemja um Icesave-skilmálana síðar. Hann segist þó ekki vita til þess að um þetta liggi fyrir nein fyrirheit af hálfu Breta eða Hollendinga, hvorki skrifleg né munnleg.

Eiríkur sagðist ganga út frá því að forseti Íslands byggi yfir enn meiri þekkingu en hann um þetta mál allt saman. Hann ætti því að vita hvað væri í húfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina