Erfiðara að taka upp samninga eftir þjóðaratkvæði

Eiríkur Tómasson.
Eiríkur Tómasson. Rax / Ragnar Axelsson

Það verður erfiðara að semja um end­ur­skoðun á Ices­a­ve-lög­un­um síðar ef þjóðin er búin að samþykkja lög­in í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Þetta seg­ir Ei­rík­ur Tóm­as­son, laga­pró­fess­or við Há­skóla Íslands.

Ei­rík­ur seg­ir að það sé ekk­ert laun­ung­ar­mál að rætt hafi verið um það inn­an stjórn­kerf­is­ins að hugs­an­lega sé hægt að end­ur­semja um Ices­a­ve-skil­mál­ana síðar. Hann seg­ist þó ekki vita til þess að um þetta liggi fyr­ir nein fyr­ir­heit af hálfu Breta eða Hol­lend­inga, hvorki skrif­leg né munn­leg.

Ei­rík­ur sagðist ganga út frá því að for­seti Íslands byggi yfir enn meiri þekk­ingu en hann um þetta mál allt sam­an. Hann ætti því að vita hvað væri í húfi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Loka