Meirihluti með lögunum

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Ómar

53% þátttakenda í könnun, sem Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið, segjast myndu samþykkja Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu. 41% sögust myndu hafna lögunum en 6% skila auðu. Um 88% sögðust telja líklegt að þau taki þátt í slíkri atkvæðagreiðslu.

Yfir 62% þátttakenda sögðu að ákvörðun forseta Íslands  slæm áhrif á þjóðarhag, 21% sögðust hvorki telja að ákvörðunin hefði góð né slæm áhrif og  17% að hún hefði góð áhrif.

Gallup gerði netkönnun meðal 1200 manns í gær og dag og var svarhlutfall  63,5%.

mbl.is