Ólafur í kröppum dansi á BBC

Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína um að hann ætlaði …
Ólafur Ragnar Grímsson les yfirlýsingu sína um að hann ætlaði ekki að staðfesta Icesave-lögin. Ragnar Axelsson

„Ísland mun standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands í viðtali við BBC í kvöld. „Það eina sem ég hef gert er að gefa þjóðinni tæki­færi til að hafa loka­orðið í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, sem er í sam­ræmi við grund­vall­ar­atriði lýðræðis­ins.“


Ólaf­ur Ragn­ar svaraði spurn­ing­um frétta­manns­ins Jeremy Paxm­an í breska frétta­skýr­ingaþætt­in­um Newsnig­ht í breska rík­is­sjón­varp­inu. Paxm­an er þekkt­ur fyr­ir að láta viðmæl­end­ur ekki kom­ast upp með nein und­an­brögð.


„Af­leiðing­ar ákvörðunar þinn­ar eru að sum alþjóðleg mats­fyr­ir­tæki hafa lækkað láns­hæf­is­mat Íslands í rusl­flokk og búið er að stöðva lán frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og stöðva hugs­an­lega inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið um ótiltek­inn tíma,“ full­yrti Paxm­an.


„Nei, nei. Þarna full­yrðir þú of mikið. Í fyrsta lagi hef­ur þessi breyt­ing á láns­hæf­is­mati enga raun­veru­lega þýðingu. For­ysta AGS hef­ur tekið skýrt fram að það séu eng­in tengsl milli þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar sem nú er framund­an og hinn­ar frá­bæru sam­vinnu okk­ar við AGS. Viðræður við ESB munu eiga sér stað á kom­andi árum.


Þú verður að átta þig á að við erum lýðræðis­ríki þar sem borg­ar­arn­ir hafa tekið virk­an þátt ára­tug­um sam­an. Kosn­ingaþátta er yfir 90% og ég trúi því að eft­ir þá miklu erfiðleika sem við höf­um upp­lifað á Íslandi með hruni banka­kerf­is­ins og alþjóðlegu fjár­málakrepp­unni verði þjóðarsátt og end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins sterk­ari með því að leyfa kjós­and­an­um að segja skoðun sína.“


„Álykt­un­in sem maður dreg­ur af þessu öllu sam­an er. Ekki treysta Íslend­ing­um!“ sagði Paxm­an.


„Þú verður að hafa trú á lýðræðis­legu ferli. Í Frakklandi, Írlandi og mörg­um ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins er þjóðar­at­kvæðagreiðsla hluti lýðræðis­legr­ar hefðar. Ég veit að í Bretlandi hafið þið ekki reynslu af því að treysta kjós­and­an­um í þjóðar­at­kvæðagreiðslu, en alls staðar í Evr­ópu eru þjóðir sem treysta fólki til að greiða at­kvæði í þjóðar­at­kvæðagreiðslu og það sem ég gerði var ein­fald­lega að fylgja þeirri hefð.“


„En hvað um þann hluta lýðræðis­ins sem felst í því að fólk kýs sér rík­is­stjórn og rík­is­stjórn­ir taka ákv­arðanir í góðri trú og að þær eiga ekki að vera sett­ar til hliðar af ein­hverj­um for­seta,“ sagði Paxm­an.

„Mun­ur­inn á ís­lensku og bresku stjórn­ar­skránni er að í Bretlandi er það þingið sem fer með æðsta valdið en á Íslandi er það vilji fólks­ins sem ræður ...
Ég hélt að sú nýja Evr­ópa sem við erum að tala um snér­ist ekki bara um end­ur­bæt­ur á markaðshag­kerf­inu held­ur líka um lýðræði og vilja fólks­ins.“


„Má ég spyrja þig ein­faldr­ar spurn­ing­ar? Munu Bret­ar og Hol­lend­ing­ar fá pen­ing­ana sína aft­ur?“


„Eins og ég sagði í upp­hafi er það grund­vall­ar­atriði í lög­un­um sem eru í gildi og hafa þegar verið und­ir­rituð að það er skýrt að Ísland mun standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar. All­ir stjórn­mála­flokk­ar á Íslandi eru þeirr­ar skoðunar að við eig­um að standa við skuld­bind­ing­ar okk­ar,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar.

Viðtalið við Ólaf Ragn­ar á YouTu­be

mbl.is

Bloggað um frétt­ina