Staða forseta og stjórnar óbreytt

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Ómar

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sagðist á blaðamanna­fundi á Bessa­stöðum í dag  telja, að niðurstaða þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Ices­a­ve-lög­in hefði hvorki áhrif á stöðu for­seta né rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Vísaði hann til þess að eng­in rík­is­stjórn ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins hefði sagt af sér þótt Ma­astricht-sátt­mál­inn hefði verið felld­ur í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Líkti Ólaf­ur Ragn­ar því við til­ræði við þjóðar­at­kvæðagreiðslu ef embætti for­seta eða líf rík­is­stjórn­ar væri hengt þar við. 

Ólaf­ur Ragn­ar sagði að sí­fellt fleiri mál gengju þvert á flokka. Með því að blanda  þjóðar­at­kvæðagreiðslu við til­vist for­seta eða rík­is­stjórna væri verið að menga eða spilla þjóðar­at­kvæðagreiðslu sem tæki lýðræðis­ins.

mbl.is