60% andvíg Icesave-lögunum

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum Ragnar Axelsson

Um 40 prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins vilja að lög um ríkisábyrgð á Icesave, sem forsetinn synjaði staðfestingar, haldi gildi sínu. Sex af hverjum tíu ætla að hafna lögunum.

Mikill munur er á stuðningi við lögin hjá stuðningsmönnum stjórnmálaflokkanna. Aðeins fimmti hver stuðningsmaður Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks styður lögin, en þrír af hverjum fjórum stuðningsmönnum Samfylkingarinnar, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu, nýtur stuðnings mikils meirihluta þjóðarinnar.

Alls sögðust 62,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni styðja ákvörðun forsetans, en 37,6 prósent sögðust henni andvíg.

Brot úr þættinum On the Edge með Max Keiser þar sem Íslendingar eru hvattir til að greiða ekki af þáttarhöfundi er nú sýnt á YouTube.

Gestur í þættinum, Stacy Herbert, stjórnmálafræðingur, leiðréttir Keiser um að Íslendingar ætli ekki að greiða en hann segir að heimildir hans á Íslandi hermi að Íslendingar muni aldrei samþykkja lögin. Hann hrósar Íslendingum fyrir að standa upp gegn bankamönnunum og láta ekki kúga sig. 

Herbert segir honum að Fitch hafi þegar lækkað lánshæfismat Íslands en Keiser segir að stjórnvöld í Bretlandi hafi sett hryðjuverkalög á Ísland. Ekki sé hægt að réttlæta slíkar gjörðir.

Hægt er að horfa á þáttinn hér

mbl.is

Bloggað um fréttina