60% andvíg Icesave-lögunum

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum Ragnar Axelsson

Um 40 pró­sent þeirra sem tóku af­stöðu í skoðana­könn­un Frétta­blaðsins vilja að lög um rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve, sem for­set­inn synjaði staðfest­ing­ar, haldi gildi sínu. Sex af hverj­um tíu ætla að hafna lög­un­um.

Mik­ill mun­ur er á stuðningi við lög­in hjá stuðnings­mönn­um stjórn­mála­flokk­anna. Aðeins fimmti hver stuðnings­maður Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks styður lög­in, en þrír af hverj­um fjór­um stuðnings­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sam­kvæmt frétt Frétta­blaðsins.

Ákvörðun Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, að synja lög­un­um staðfest­ing­ar og vísa þeim til þjóðar­at­kvæðagreiðslu, nýt­ur stuðnings mik­ils meiri­hluta þjóðar­inn­ar.

Alls sögðust 62,4 pró­sent þeirra sem af­stöðu tóku í könn­un­inni styðja ákvörðun for­set­ans, en 37,6 pró­sent sögðust henni and­víg.

Brot úr þætt­in­um On the Edge með Max Keiser þar sem Íslend­ing­ar eru hvatt­ir til að greiða ekki af þátt­ar­höf­undi er nú sýnt á YouTu­be.

Gest­ur í þætt­in­um, Stacy Her­bert, stjórn­mála­fræðing­ur, leiðrétt­ir Keiser um að Íslend­ing­ar ætli ekki að greiða en hann seg­ir að heim­ild­ir hans á Íslandi hermi að Íslend­ing­ar muni aldrei samþykkja lög­in. Hann hrós­ar Íslend­ing­um fyr­ir að standa upp gegn banka­mönn­un­um og láta ekki kúga sig. 

Her­bert seg­ir hon­um að Fitch hafi þegar lækkað láns­hæf­is­mat Íslands en Keiser seg­ir að stjórn­völd í Bretlandi hafi sett hryðju­verka­lög á Ísland. Ekki sé hægt að rétt­læta slík­ar gjörðir.

Hægt er að horfa á þátt­inn hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina