Icesave hentar ekki vel til þjóðaratkvæðis

Frá málþinginu HÍ í dag.
Frá málþinginu HÍ í dag. mbl.is/Golli

Gunn­ar Helgi Krist­ins­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, sagði á mál­stofu sem um beint lýðræði eða full­trúa­lýðræði sem hald­in var í Há­skóla Íslands í há­deg­inu í dag, að hann teldi mál eins og Ices­a­ve ekki henta vel til þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Gunn­ar Helgi benti á að at­kvæðagreiðslan væri ýms­um vand­kvæðum bund­in þar sem flókið sé eða ómögu­legt að sam­eina vilja allra ein­stak­linga þjóðfé­lags­ins. „Það get­ur auðvitað verið ein­falt ef all­ir eru full­kom­lega sam­mála, þá get­um við sagt að það sé skýr þjóðar­vilji, en það ger­ist næst­um því aldrei."

Þegar talað sé um vilja þjóðar­inn­ar séu mörk­in al­mennt dreg­in við skoðun meiri­hlut­ans, þannig sé ekki gert upp á milli at­kvæða. „Samt er það svo að meiri­hluta­vilj­inn er ekki vilji allra, það er mik­il­vægt að hafa það í huga.  Er hægt að tala um þjóðar­vilja þegar hluti þjóðar­inn­ar er á móti?"

Gunn­ar Helgi benti einnig á að jafn­vel þótt meiri­hluti feng­ist í at­kvæðagreiðslu lýsti það ekki endi­lega vilja meiri­hluta þjóðar­inn­ar. Miklu máli skipti hvernig málið sé sett upp og á bak við ein­falda spurn­ingu með svar­inu já eða nei geti í reynd leynst fleiri spurn­ing­ar sem geti kallað fram þversagna­kennda niður­stöðu. Al­mennt sé það mjög vond aðferð að láta ein­fald­an meiri­hluta ráð niður­stöðu í slíkri at­kvæðagreiðslu.  „Hætt­an við að miða við ein­fald­an meiri­hluta er að hægt er að kljúfa þá sem taka þátt í at­kvæðagreiðslunni og fá þá niður­stöðu sem hent­ar þeim sem boðar til at­kvæðagreiðslunn­ar."

mbl.is