Jóhanna: Skynsamlegra að leysa án þjóðaratkvæðagreiðslu

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir skynsamlegra að leysa Icesave- málið án þess að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allir verði að gera sé grein fyrir því að ef Icesave-lögin verði felld í atkvæðagreiðslunni þurfi hvort sem er að semja upp á nýtt við Breta og Hollendinga og þá sé samningsstaðan hugsanlega verri. Þetta kom fram í viðtali við Jóhönnu í RÚV í morgun.

Jóhanna segir að þó stefnt sé að þjóðaratkvæðagreiðslu að óbreyttu, sé hún vongóð um að opnast gæti möguleiki á nýjum samningum við Breta og Hollendinga. Ekki sé komin endanlega niðurstaða í samtölum við þá um nýjar viðræður. Það ætti að koma í ljós í síðasta lagi í upphafi næstu viku hvort það gangi eða ekki. Jóhanns segir að meiri sátt sé nú á milli stjórnar og stjórnarandstöðu eftir fund þeirra í gær.

mbl.is