Fréttaskýring: Margra vikna frestun er brot á stjórnarskrá

Póli­tískt mat og vilji stjórn­mála­manna ræður því, inn­an hóf­legra en óljósra marka, hvort hægt er að fresta þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve-samn­ing­un­um, vegna annarra mála.

Rætt er um að fresta kosn­ing­unni svo hún skar­ist ekki við birt­ingu skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is, sem gæti veitt nýja sýn á málið og aðdrag­anda þess. Alls óvíst er hins veg­ar hvort skýrsl­an varp­ar nýju ljósi á samn­ing­ana, greiðslu­getu eða skyldu rík­is­ins til að greiða yf­ir­leitt.

Það ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar sem vakið hef­ur hug­leiðing­ar um lög­mæti þess að fresta kosn­ing­unni er í 26. grein. Þar seg­ir að lög sem for­seti hef­ur synjað samþykk­is skuli bera svo fljótt sem kost­ur er und­ir at­kvæði allra kosn­ing­ar­bærra manna í land­inu.

Björg Thor­ar­en­sen, pró­fess­or í stjórn­skip­un­ar­rétti við Há­skóla Íslands, seg­ir orðalag grein­ar­inn­ar ekki svara því hvernig skuli tíma­setja þjóðar­at­kvæðagreiðsluna út frá öðrum mál­um sem geta haft áhrif á hana. „Það má kannski líta svo á að ekki sé kost­ur á að halda kosn­ing­una vegna ein­hverra aðstæðna sem eru uppi og það má enda­laust velta slík­um aðstæðum fyr­ir sér. Ég fæ ekki séð að það væri brot á stjórn­ar­skránni,“ seg­ir Björg.

Þung­væg rök þarf til að fresta

„Ef menn telja ástæðu til að fresta kosn­ing­unni þurfa að vera mjög þung­væg rök sem liggja þar að baki. Eitt af því sem skipt­ir máli er að menn gangi upp­lýst­ir til kosn­ing­ar­inn­ar. Það get­ur verið rétt­læt­an­legt að fresta þessu í mjög skamm­an tíma til viðbót­ar, en ég held að menn verði að fara mjög var­lega í slíka frest­un. Ég tel að það væri aug­ljóst brot á stjórn­ar­skrá ef menn vildu fresta þessu um marg­ar vik­ur til viðbót­ar,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Ein vika til eða frá inn­an marka

Aðspurð seg­ir hún erfitt að leggja lög­fræðilegt mat á hvort sé betra, að fresta birt­ingu skýrsl­unn­ar fram yfir kosn­ing­ar, eða að fresta kosn­ing­un­um. Það sé ein­fald­lega háð mati stjórn­valda. Ei­rík­ur Tóm­as­son er á sama máli um það.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina