157 höfðu greitt atkvæði hjá sýslumanninum í Reykjavík í gær um Icesave-lögin. Þar til viðbótar höfðu 9 utankjörfundaratkvæði borist sýslumanni.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar hófst 28. janúar. Opið er á skrifstofutíma á milli kl. 9:00 til 15:30 virka daga.
Frá og með 10. febrúar nk. fer atkvæðagreiðslan fram í Laugardalshöll og þá verður opið alla daga frá kl. 10:00 til 22:00.