Fréttaskýring: Verður kosið um Icesave?

Óvíst er hvort af þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgð á Icesave verður, ef íslensk stjórnvöld ná samkomulagi við Breta og Hollendinga sem þau telja hagstæðara en þann samning, sem lögin sem forsetinn synjaði staðfestingar byggðust á.

Ef miðað er við fordæmið sem varð til við afgreiðslu fjölmiðlalaga sumarið 2004, þar sem stjórnvöld felldu með nýjum lögum úr gildi lög sem forsetinn synjaði staðfestingar, er ljóst að stjórnvöld geta komist hjá því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, staðfesti forsetinn ný lög sem fella hin fyrri úr gildi.

Vill kjósa hvernig sem fer

Hann segir ýmis rök fyrir því að rétta leiðin til að fella úr gildi lög, sem forsetinn hefur synjað staðfestingar, sé að þjóðaratkvæðagreiðsla um þau fari fram og þjóðin felli þau þannig úr gildi frekar en Alþingi. Nái stjórnvöld hagstæðari samningi muni valið í atkvæðagreiðslunni standa annars vegar á milli laganna sem forsetinn synjaði staðfestingar, og hins vegar laga sem byggjast á hinum nýja og hagstæðari samningi.

Sigurður Líndal, prófessor emerítus, segist hins vegar telja að lagalega fáist það fullkomlega staðist að stjórnvöld felli lög, sem forsetinn hefur synjað staðfestingar, úr gildi með nýjum lögum án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.

Hann bendir á að lög taka gildi þótt forsetinn synji þeim staðfestingar. „Og Alþingi hlýtur að geta fellt lög, sem eru í gildi, úr gildi,“ segir Sigurður, en bætir við að ekki séu allir sammála þessari skoðun.

Óljóst um hvað yrði þá kosið

Hann bendir á að nýr samningur verði ekki til nema stjórnvöld þeirra þriggja þjóða sem í hlut eiga ákveði að fullgilda ekki þann samning sem liggur fyrir og var grundvöllur laganna sem forsetinn synjaði staðfestingar.

Fer eftir viðbrögðunum

„Ef við fáum neikvæð viðbrögð, þá finnst mér einsýnt að við þurfum að framkvæma þjóðaratkvæðagreiðsluna og fá þessi mál þannig á hreint. En fáum við þau viðbrögð að þeir séu tilbúnir til að ræða málin á nýjum forsendum, þá verðum við að reyna að leiða þær viðræður til lykta sem allra fyrst,“ segir Bjarni.

Umdeilt á sínum tíma

Um frumvarp að lögum sem felldu fjölmiðlalögin úr gildi sagði Steingrímur J. Sigfússon í ræðu á Alþingi: „Það er fólgin í frumvarpinu fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar.“

Aðrir, t.d. Sigurður Líndal, voru hins vegar þeirrar skoðunar að fyrst lög taka gildi þótt forsetinn skrifi ekki undir þau væri ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi setti ný lög í stað þess að þjóðin kysi um lögin.

Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon við vinnslu fréttarinnar.

Sérfræðingar vinna að kynningarefni

Í nefndaráliti með frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðsluna kom fram að æskilegt þætti að hlutlaust kynningarefni yrði útbúið.

Ragna segir ennfremur að undirbúningur kjördags gangi vel og samkvæmt áætlun, en fram hefur komið að skólar sem kosið verður í þurfa óvenjumikinn tíma til undirbúnings, enda ekki áður verið haldnar kosningar um miðjan vetur meðan kennsla stendur yfir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina