Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave eigi að fara fram, jafnvel þótt hagstæðari samningur náist við Breta og Hollendinga.
Þá yrði kosið á milli laganna sem forsetinn synjaði staðfestingar og laga sem byggjast á hinum nýja samningi.
Bæði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, og Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar, telja hins vegar að ekki þurfi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu ef nýir samningar takast.
Lagaprófessor segir ekkert athugavert við að stjórnvöld felli lög, sem forsetinn hefur synjað staðfestingar, úr gildi án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.