Nú hafa 409 greitt atkvæði í utankjörstaðaratkvæðagreiðslu, vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-samninginn. Þar eru meðtalin aðsend atkvæði, en þau munu ekki vera mörg. Atkvæðagreiðslan hefur nú verið flutt frá skrifstofum Sýslumannsins í Reykjavík í Laugardalshöll.
Utankjörfundaratkvæðagreiðslan vegna
þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars 2010 hefur nú verið flutt í Laugardalshöll. Þar er
opið alla daga frá kl. 10:00-22:00. Á kjördag verður opið frá kl. 10:00-18:00. Símar í Laugardalshöll eru 860 3380 og 860 3381, að því er fram kemur á heimasíðu Sýslumannsins í Reykjavík.