Í könnun, sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið heim.is, sögðust 51% vera andvíg Icesave-lögunum og myndu fella þau í þjóðaratkvæðagreiðslu. 11,3% sögðust styðja lögin en 37,1% sögðust óviss.
Könnunin var gerð 5.-10.
febrúar og spurt var: Hvort ætlar þú að greiða atkvæði með eða móti
Icesave lögunum. Alls voru 636 spurðir. Ef aðeins er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku eru 18% fylgjandi lögunum en 82% andvíg þeim.