876 hafa kosið um Icesave

Kosið er í Laugardalshöllinni.
Kosið er í Laugardalshöllinni. Kristinn Ingvarsson

Alls höfðu 876 tekið þátt í utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010 um kl. 14.45 í dag. Meðtalin voru utankjörfundaratkvæði sem höfðu þá borist annars staðar frá. 

Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer nú fram í Laugardalshöll og er opið alla daga frá kl. 10:00-22:00. Á kjördag verður opið frá kl. 10:00-18:00.

Símar í Laugardalshöll eru 860 3380 og 860 3381.

mbl.is

Bloggað um fréttina