Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að eins og staðan sé nú sé líklegast að staðið verði við að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-lögin verði 6. mars, eins og áætlað hefur verið, þótt ekki ljóst að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi út fyrir þann tíma.
Jóhanna sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag, að ekki hefði slitnað upp úr viðræðum við Breta og Hollendinga um nýjan Icesave-samning en ekki lægi heldur fyrir að hægt yrði að ná slíkum samningi. Gert er ráð fyrir að það gæti skýrst um helgina hver niðurstaðan verður.