Vildu ekki þjóðaratkvæði

Breski sendi­herr­ann á Íslandi tjáði banda­rísk­um starfs­bróður sín­um fyr­ir mánuði að bresk stjórn­völd gætu fall­ist á leiðir sem kæmu í veg fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Ices­a­ve.

Þetta kem­ur fram í minn­is­blaði úr banda­ríska sendi­ráðinu sem frétta­stofa RÚV sagði frá í gær­kvöldi og birt var á vefsvæði Wiki­leaks. Þar kem­ur einnig fram að Íslend­ing­ar hafi leitað eft­ir stuðningi Banda­ríkja­manna.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði að frá­sögn af þess­um fund­um væri í takt við annað sem hann hefði séð. Það væri ekki mik­il reisn yfir þessu fyr­ir ut­an­rík­isþjón­ust­una og bæri vott um vissa ör­vænt­ingu.

Hann sagðist ekki geta séð hvernig það gæti sett okk­ur í verri stöðu ef þjóðar­vilj­inn fengi að koma fram í þessu máli frek­ar en að rík­is­stjórn­in næði fram sín­um vilja.

Í minn­is­blaðinu fjall­ar Sam Wat­son, sendi­full­trúi, m.a. um fund sem hann átti með Ein­ari Gunn­ars­syni, ráðuneyt­is­stjóra ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, og Kristjáni Guy Burgess, aðstoðar­manni ut­an­rík­is­ráðherra. Seg­ir Wat­son að þeir Ein­ar og Kristján hafi lýst efna­hags­leg­um hörm­ung­um ef Ices­a­ve málið færi í þjóðar­at­kvæðagreiðslu og yrði fellt.

Þá seg­ir Wat­son einnig frá fundi með Hjálm­ari W. Hann­es­syni, sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um. Hjálm­ar sagði á fund­in­um að stjórn­ar­kreppa yrði á Íslandi ef þjóðin felldi Ices­a­ve í þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Hjálm­ar sagðist þekkja Ólaf Ragn­ar Gríms­son vel og sagði að hann væri óút­reikn­an­leg­ur. 

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði í gær­kvöldi að ís­lensk stjórn­völd hefðu átt fundi með mörg­um ríkj­um til að kynna málsstað Íslands og leita eft­ir liðsinni vinaþjóða í Ices­a­ve-deil­unni.

„Við höf­um ekki verið að skafa utan af því sem okk­ur finnst í þess­um efn­um. Við höf­um komið okk­ar sjón­ar­miðum skýrt á fram­færi um að við vilj­um fá stuðning annarra ríkja, þar á meðal Banda­ríkj­anna. Við höf­um sagt að hlut­leysi er ekki val­kost­ur í þess­ari stöðu."

Skjalið á Wiki­leaks

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina