Íslendingar hafa náð frumkvæði

John Kay.
John Kay.

Breski hagfræðingurinn John Kay skrifar í vikulegum pistli sínum í breska viðskiptablaðinu Financial Times, að þjóðaratkvæðagreiðslan á Íslandi muni marka tímamót í baráttu almennings gegn því að hann beri fjárhagslega ábyrgð á mistökum banka og bankamanna. Það sé ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar séu að semja við Íslendinga nú. 

Kay segir m.a. lítil lagaleg rök séu fyrir því, að krefjast þess að skattgreiðendur borgi innlánstryggingar fyrir banka líkt og gert sé bæði í Bretlandi og á Íslandi.  

„Rök okkar fyrir því, að kúga íslensku þjóðina eru rök allra kúgara: Við gerum það vegna þess að við getum það. Eða vegna þess að við héldum að við gætum það. Nú hafa Íslendingar náð yfirhöndinni. Ef atkvæðagreiðslan verður haldin 6. mars verður það fyrsta tækifæri þeirra til að hafna kröfunni um að þeir axli fjárhagslega ábyrgð á mistökum banka og bankamanna. Það verða tímamót, sem er ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar eru nú að semja. Við ættum að skammast okkar," segir Kay í pistlinum. 

Pistill Johns Kay

mbl.is