Kjörseðlar prentaðir og í dreifingu

Kosið verður um Icesave þann 6. mars.
Kosið verður um Icesave þann 6. mars. Ómar Óskarsson

Ragna Árna­dótt­ir, dóms­málaráðherra, upp­lýsti um það á Alþingi í dag að kjör­seðlar vegna þjóðar­at­kvæðagreiðslu 6. mars nk. hafi verið prentaðir og unnið er að dreif­ingu þeirra. Hlut­laust kynn­ing­ar­efni er í prent­un og verður sent á öll heim­ili eft­ir helgi.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, spurði ráðherra út í stöðu mála. Ragna sagði að búið væri að full­vinna kjör­skrá, verið sé að pakka kjör­seðlum til dreif­ing­ar og spurn­ing­in verði birt í dag­blöðum, út­varpi og vef­miðlum laug­ar­dag­inn næst­kom­andi.

Einnig hafi vefsíðan thjod­ar­at­kvaedi.is verið opnuð og þar megi finna hlut­laust kynn­ing­ar­efni, það sama og sent verður á hvert heim­ili.

Vefsvæði um þjóðar­at­kvæðagreiðsluna 6. mars nk.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina