Kjörseðlar prentaðir og í dreifingu

Kosið verður um Icesave þann 6. mars.
Kosið verður um Icesave þann 6. mars. Ómar Óskarsson

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, upplýsti um það á Alþingi í dag að kjörseðlar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars nk. hafi verið prentaðir og unnið er að dreifingu þeirra. Hlutlaust kynningarefni er í prentun og verður sent á öll heimili eftir helgi.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, spurði ráðherra út í stöðu mála. Ragna sagði að búið væri að fullvinna kjörskrá, verið sé að pakka kjörseðlum til dreifingar og spurningin verði birt í dagblöðum, útvarpi og vefmiðlum laugardaginn næstkomandi.

Einnig hafi vefsíðan thjodaratkvaedi.is verið opnuð og þar megi finna hlutlaust kynningarefni, það sama og sent verður á hvert heimili.

Vefsvæði um þjóðaratkvæðagreiðsluna 6. mars nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina