Fullreynt að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga

Icesave-samningum mótmælt við Bessastaði.
Icesave-samningum mótmælt við Bessastaði. Ómar Óskarsson

Allt bendir til að þjóðaratkvæðagreiðsla um ríkisábyrgð á Icesave fari fram hinn 6. mars. Bretar og Hollendingar höfnuðu á fundi í gær tilboði íslensku viðræðunefndarinnar og eru samkvæmt heimildum Morgunblaðsins engir frekari fundir áformaðir.

Viðmælandi blaðsins telur fullreynt að ná samkomulagi í málinu og því muni þjóðin kjósa um lögin eftir viku.

Hið nýja tilboð fól meðal annars í sér að íslenska ríkið gengist ekki í ábyrgð vegna allrar Icesave-skuldarinnar og að þrjú ár yrðu vaxtalaus í stað tveggja, eins og Bretar og Hollendingar höfðu boðið. Þá gerði íslenska viðræðunefndin kröfu um að greiddir yrðu 2,5% vextir árið 2012, sem hækkuðu svo í áföngum til ársins 2016 þegar þeir yrðu 3,5%. Það myndi þýða að meðalvaxtabyrði á tímabilinu frá 2009 til 2016 yrði 1%.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina