Óvíst hvort Steingrímur kýs

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að óvíst væri hvort hann kysi í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt sagði hann ljóst að ákvæði hann að mæta á kjörstað kysi hann með samningnum. Aðspurður hvort ekki væri óeðlilegt að fjármálaráðherra sniðgengi kosningar sagði hann að það mætti færa rök fyrir slíku en sagði jafnframt að kosningarnar væru þegar orðnar úreltar þar sem betra tilboð hefði borist frá Bretum og Hollendingum. Þjóðaratkvæðagreiðslan leysti ekki málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka