Óvíst hvort Steingrímur kýs

00:00
00:00

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra sagði að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un að óvíst væri hvort hann kysi í kom­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Jafn­framt sagði hann ljóst að ákvæði hann að mæta á kjörstað kysi hann með samn­ingn­um. Aðspurður hvort ekki væri óeðli­legt að fjár­málaráðherra sniðgengi kosn­ing­ar sagði hann að það mætti færa rök fyr­ir slíku en sagði jafn­framt að kosn­ing­arn­ar væru þegar orðnar úr­elt­ar þar sem betra til­boð hefði borist frá Bret­um og Hol­lend­ing­um. Þjóðar­at­kvæðagreiðslan leysti ekki málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina