Yfir fimmtán hundruð hafa kosið um Icesave

Um miðjan gærdag höfðu 1.547 kosið utan kjörstaða í Laugardalshöll, í þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt laga nr. 1/2010, þ.e. Icesave-lögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar.

Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn er kjörsókn minni en fyrir síðustu þingkosningar. Á kjörskrárstofnum vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru 230.014 kjósendur. Upplýsingar um kosninguna má finna á www.kosning.is og www.thjodaratkvaedi.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina