Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla?

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að eng­in áform væru um annað en þjóðar­at­kvæðagreiðsla um Ices­a­ve-lög­in fari fram næst­kom­andi laug­ar­dag. Gert sé ráð fyr­ir að upp­lýs­inga­bækling­ur um málið fari í dreif­ingu á morg­un.

Hins veg­ar hlytu menn að velta því fyr­ir sér hvort at­kvæðagreiðslan væri ekki í raun mark­laus í ljósi þess að þegar liggi fyr­ir til­boð frá Bret­um og Hol­lend­ing­um, sem feli í sér 70 millj­arða króna lægri greiðslu­byrði en Ices­a­ve-lög­in gera ráð fyr­ir.

Um hvað á að greiða at­kvæði ef nýr samn­ing­ur næst í þess­ari viku? spurði Jó­hanna og sagði að þetta yrði þá í raun þjóðar­at­kvæðagreiðsla um samn­ing, sem eng­inn væri að berj­ast fyr­ir. 

Bjarni Bene­dikts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurði Jó­hönnu um málið í ljósi þess að aðeins eru 5 dag­ar í ætlaða at­kvæðagreiðslu.

mbl.is