Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla?

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að engin áform væru um annað en þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-lögin fari fram næstkomandi laugardag. Gert sé ráð fyrir að upplýsingabæklingur um málið fari í dreifingu á morgun.

Hins vegar hlytu menn að velta því fyrir sér hvort atkvæðagreiðslan væri ekki í raun marklaus í ljósi þess að þegar liggi fyrir tilboð frá Bretum og Hollendingum, sem feli í sér 70 milljarða króna lægri greiðslubyrði en Icesave-lögin gera ráð fyrir.

Um hvað á að greiða atkvæði ef nýr samningur næst í þessari viku? spurði Jóhanna og sagði að þetta yrði þá í raun þjóðaratkvæðagreiðsla um samning, sem enginn væri að berjast fyrir. 

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu um málið í ljósi þess að aðeins eru 5 dagar í ætlaða atkvæðagreiðslu.

mbl.is