Áfram fundað í Lundúnum

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon Ernir Eyjólfsson

Íslenska sendinefndin átti tveggja tíma langan fund með hollensku og bresku sendinefndinni í Lundúnum í morgun. Annar fundur hefur verið boðaður eftir hádegi en samkvæmt upplýsingum frá leiðtogum ríkisstjórnarinnar var verið að vinna með vaxtaþáttinn á fundinum í morgun.

Þau Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sögðu að loknum ríkisstjórnarfundi að reynt verði til þrautar að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave á næstu klukkustundum og að næsti sólarhringur hafi úrslitaþýðingu í málinu.

Þau segja bæði að hvorki Evrópusambandið né aðrir hafi þrýst á Íslendinga vegna þessa og fyrirhugaðar þjóðaratkvæðagreiðslu og mögulegrar niðurstöðu hennar. 

Jóhanna segir ekki útilokað að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni um eina viku ef ljóst sé að samningaviðræður eru á síðustu metrunum.

mbl.is
Loka