McFall: Telur að lausn verði að nást

John McFall formaður fjárlaganefndar breska þingsins
John McFall formaður fjárlaganefndar breska þingsins

John McFall, formaður fjárlaganefnda breska þingsins segir að Íslendingar verði að ákveða hvort þeir vilji vera hluti af alþjóðlegu samstarfi en hann kom fram í umræðuþættinum Daily Politics í Breska ríkisútvarpinu í gær. Hann telur að það verði að ná fram lausn í Icesavedeilunni að öðrum kosti verði afleiðingarnar afar miklar fyrir Evrópu.

Hann segist telja lausn náist með aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins að öðrum kosti gætu afleiðingarnar orðið afar miklar.

 Fjallað var um Icesave deiluna í þættinum og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Var McFall spurður að því í þættinum hvers vegna   íslenska þjóðin ætti að greiða fyrir bankana og sagði McFall að sú spurning hafi komi víða fram í heiminum eftir að kreppan skall á.

Hann segir að Alþingi hafi samþykkt að greiða skuldbindingarnar en síðan hafi forseti Íslands neitað að skrifa undir lögin.

Hann rifjaði upp tryggingasjóð innistæðueigenda sem ekki hafi getað staðið undir skuldbindingum íslensku bankanna. Á þessum tíma hafi málefni Northern Rock verið ofarlega á baugi í Bretlandi. Eðlilega hafi bresk stjórnvöld tryggt innistæður þegna sinna.

Hægt er að horfa á viðtalið hér

mbl.is