Nefndin heim á morgun?

Fundi Icesave-samninganefndarinnar með Bretum og Hollendingum, sem fór fram í Lundúnum síðdegis, er lokið. Ríkisútvarpið hafði eftir Guðmundi Árnasyni, einum nefndarmanna, að fundurinn hafi farið fram í vinsemd og verið gagnlegur en nefndin geri samt ráð fyrir að koma til Íslands á morgun. 

Þau Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sögðu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, að reynt verði til þrautar að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave á næstu klukkustundum og að næsti sólarhringur hafi úrslitaþýðingu í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka