Kosningarnar blasa við

Kjörkassi innsiglaður að loknum kjörfundi.
Kjörkassi innsiglaður að loknum kjörfundi. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Viðræðunefnd Íslands í Ices­a­ve-samn­ing­um fékk boð um það frá Bret­um og Hol­lend­ing­um í Lund­ún­um eft­ir há­degi í gær að koma til fund­ar við samn­inga­nefnd­ir þeirra. Fund­ur­inn hófst kl. 15 að ís­lensk­um tíma og hon­um var lokið kl. rúm­lega 18 án þess að nokkr­um markverðum ár­angri væri náð.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins glædd­ust von­ir meðal ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar í fyrra­kvöld um að nú þokaðist í sam­komu­lags­átt þar sem er­ind­reki úr bresku sendi­nefnd­inni hafði borið ís­lensku viðræðunefnd­inni þau munn­legu skila­boð að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar væru reiðubún­ir til þess að koma veru­lega til móts við kröf­ur ís­lensku samn­inga­nefnd­ar­inn­ar um vaxta­kjör­in og lengd vaxta­leys­is­tíma­bils­ins.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins var þetta svo allt borið til baka af hálfu Breta og Hol­lend­inga í gær, fyrst í óform­leg­um þreif­ing­um á milli aðila og síðan á hinum form­lega fundi nefnda land­anna þriggja.

Seint í gær­kvöld feng­ust þær frétt­ir að fund­in­um hefði verið slitið und­ir kvöld í gær, án þess að nokkuð hefði þokast. Þessi niðurstaða hefði verið ís­lensku samn­inga­nefnd­inni mik­il von­brigði og nefnd­ar­menn hefðu allt eins átt von á því að halda heim til Íslands í dag. Töldu nefnd­ar­menn útséð um það að nein niðurstaða feng­ist í þess­ari samn­ingalotu þótt viðræðum hefði ekki verið form­lega slitið og menn svo sem ekki skilið í neinu fússi.

Ljóst væri að at­kvæðagreiðsla færi fram á laug­ar­dag um Ices­a­ve-lög­in frá því 30. des­em­ber 2009.

Nú er talið með öllu óljóst hvað tek­ur við í kjöl­far þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Viðmæl­end­ur Morg­un­blaðsins sögðu í gær­kvöld að þeir gætu ekki lagt á það mat hvort áhugi væri fyr­ir því að taka á nýj­an leik upp samn­ingaviðræður við Breta og Hol­lend­inga í kjöl­far þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Það myndi vænt­an­lega ekki skýr­ast fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina