Atkvæðagreiðslan hafin

Guðmann Þorvaldsson mætti á kjörstað á Eskifirði klukkan 9 í …
Guðmann Þorvaldsson mætti á kjörstað á Eskifirði klukkan 9 í morgun. mbl.is/Helgi Garðarsson

Kjörstaðir voru víðast hvar opnaðir klukkan 9 í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin en Íslendingar greiða atkvæði um það í dag hvort lögin frá því í desember, sem forseti Íslands staðfesti ekki, eigi að halda gildi sínu eða ekki. Er þetta fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins.

Rétt rúmlega 230 þúsund manns eru á kjörskrá. Kosið er eftir sömu reglum og við alþingiskosningar. Kjörstaðir á stærri stöðum eru almennt opnir frá kl. 9-22 en styttri opnunartími er á minni stöðum. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu verður fram haldið í Laugardalshöll í dag milli kl. 10-18. Búist er við fyrstu tölum upp úr kl. 22.

Auglýsingar hafa birst í fjölmiðlum um hvar fólk eigi að kjósa eftir búsetu.

Spáð er leiðinlegu kosningaveðri, stormi norðvestanlands og talsverðri úrkomu og síðar slyddu suðvestanlands.

mbl.is
Loka