Aukafréttatímar í stað kosningavöku

Biðröð var í Laugardalshöll í gær í utankjörstaðaratkvæðagreiðslu.
Biðröð var í Laugardalshöll í gær í utankjörstaðaratkvæðagreiðslu. mbl.is/Árni Sæberg

Rík­is­sjón­varpið verður ekki með hefðbundið kosn­inga­sjón­varp vegna þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar um Ices­a­ve-lög­in. Á hinn bóg­inn verður aukaf­rétta­tími í Sjón­varp­inu í kvöld klukk­an 22 þegar fyrstu töl­ur ættu að liggja fyr­ir.

Í frétta­tím­an­um, sem verður einnig send­ur út á Rás 1 og Rás 2, verður rætt við for­ystu­menn allra stjórn­mála­flokka, að sögn Sig­ríðar Hagalín Björns­dótt­ur, aðstoðarfrétta­stjóra RÚV. Ann­ar sjón­varps­frétta­tími verður á milli dag­skrárliða og ef þurfa þykir verður dag­skrá­in rof­in.

Eng­inn aukaf­rétta­tími verður á Stöð 2 vegna kosn­ing­anna.

Mbl.is á kosn­inga­vakt­inni

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina