Aukafréttatímar í stað kosningavöku

Biðröð var í Laugardalshöll í gær í utankjörstaðaratkvæðagreiðslu.
Biðröð var í Laugardalshöll í gær í utankjörstaðaratkvæðagreiðslu. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkissjónvarpið verður ekki með hefðbundið kosningasjónvarp vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin. Á hinn bóginn verður aukafréttatími í Sjónvarpinu í kvöld klukkan 22 þegar fyrstu tölur ættu að liggja fyrir.

Í fréttatímanum, sem verður einnig sendur út á Rás 1 og Rás 2, verður rætt við forystumenn allra stjórnmálaflokka, að sögn Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, aðstoðarfréttastjóra RÚV. Annar sjónvarpsfréttatími verður á milli dagskrárliða og ef þurfa þykir verður dagskráin rofin.

Enginn aukafréttatími verður á Stöð 2 vegna kosninganna.

Mbl.is á kosningavaktinni

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina