Kjörsókn í Reykjavík hefur verið dræm það sem af er degi í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Sömu sögu er að segja af öðrum kjördæmum þar sem tölur hafa verið birtar.
Á hádegi höfðu 3506 manns kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður sem er 7,97% þeirra sem eru á kjörskrá. Á sama tíma í síðustu þingkosningum árið 2009 höfðu 13,39% kjósendur á kjörskrá kosið. Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu 3.934 manns eða 8,93% kosið í hádeginu, en í fyrra höfðu á sama tíma kosið 13,69%.