Gordon Brown sýni stjórnvisku

Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við blaðamenn eftir að hafa greitt …
Ólafur Ragnar Grímsson ræðir við blaðamenn eftir að hafa greitt atkvæði í dag. Reuters

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í morgun, að það sé mikilvægt í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin í dag, að leiðtogar Breta og Hollendinga, einkum þó Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, beiti sér fyrir lausn Icesave-deilunnar.

„Hann ætti að sýna, í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur að undanförnu, að sýna samskonar stjórnvisku og hann gerði fyrir ári þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á. 

Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi og mikill meirihluti þjóðarinnar hafa sagt að þeir muni fallast á sanngjarnt samkomulag. Ef nýtt samkomulag verður sanngjarnt tel ég ekki að það verði þörf á annarri þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Ólafur Ragnar, að sögn Press Association fréttastofunnar. 

Ólafur Ragnar mun að sögn Ríkisútvarpsins veita erlendum fjölmiðlum um 20 viðtöl um helgina vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave, Þar á meðal CNN, Bloomberg og Nikkei dagblaðinu í Japan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka