Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin fer fram skoðanakönnun meðal íbúa á Álftanesi um það hvort þeir séu hlynntir því að sveitarfélagið sameinist öðru sveitarfélagi og þá hvaða sveitarfélagi þeir telja ákjósanlegast að sameinast.
Samkvæmt samkomulagi bæjarstjórnar og eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga frá því í desember er gert ráð fyrir því að bæjarstjórn hefji þegar viðræður við önnur sveitarfélög um hugsanlega sameiningu. Til undirbúnings slíkum viðræðum taldi bæjarstjórnin sér skylt og rétt að kanna hug íbúa til sameiningar.Á kjörseðli er fyrst spurt um viðhorf til sameiningar og síðan hvaða sveitarfélagi viðkomandi telji æskilegast að Álftanes sameinist. Gefnir eru möguleikarnir Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Reykjavík og Seltjarnarnes og einnig geta kljósendur skrifað önnur sveitarfélög, kjósi þeir það.