Jóhanna: Kom ekki á óvart

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ernir

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði við Rík­is­sjón­varpið að ekk­ert kæmi á óvart við þjóðar­at­kvæðagreiðsluna. Bæði hefði þátt­tak­an og niðurstaðan verið fyr­ir­séð. Ices­a­ve-lög­in hefðu í raun verið fall­in úr gildi og at­kvæðagreiðslan staðfesti það.

Jó­hanna og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sögðust ekki telja að niðurstaðan hefði áhrif á stjórn­ar­sam­starfið.

Stein­grím­ur  sagði að þessi úr­slit hefðu ekki komið á óvart enda eng­inn mál­flutn­ing­ur verið fyr­ir ann­arri niður­stöðu. Fyr­ir dyr­um hefði staðið að fella Ices­a­ve-lög­in úr gildi með nýrri samn­ingsniður­stöðu. Í raun væri merki­legt hve marg­ir sögðu já í at­kvæðagreiðslunni. 

Hann sagði að Ices­a­ve-málið væri enn óleyst þrátt fyr­ir þessa niður­stöðu og nú þyrfti að vinna að henni. Stein­grím­ur upp­lýsti jafn­framt, að hann hefði ekki tekið þátt í at­kvæðagreiðslunni í dag. Jó­hanna, sem hafði áður lýst því yfir að hún ætlaði ekki að kjósa, sagðist ekki sjá eft­ir þeirri ákvörðun. 


mbl.is