Kjörsókn fer hægt af stað í Reykjavík. Nú kl. 11 höfðu alls 2.034 kosið í Reykjavíkurkjördæmi suður en það er 4,62% þeirra sem eru á kjörskrá. Á sama tíma í síðustu alþingiskosningum höfðu 8,14% kjósenda kosið.
Í Reykjavíkurkjördæmi norður höfðu 1.776 kosið kl. 11 eða 4,64%, en í fyrra höfðu á sama tíma kosið 7,05% kjósenda.
Í Kópavogi höfðu rúmlega þúsund manns kosið, sem er 4,58% þeirra sem eru á kjörskrá.
Á Akureyri höfðu 942 kosið klukkan 11, sem er 7,25% kjörsókn en á sama tíma í alþingiskosningunum í fyrra var kjörsókn 8,29%.
Í Suðvesturkjördæmi klukkan 11 höfðu 2917 manns kosið eða 4,9% þeirra sem eru á kjörskrá. Árið 2009 höfðu 4576 kosið eða 7,9% kosið á sama tíma.