Nær allir segja nei

Kjósandi kemur út úr kjörklefa í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Kjósandi kemur út úr kjörklefa í Ráðhúsi Reykjavíkur. Reuters

Samkvæmt fyrstu tölum, sem birtar voru úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin, sögðu nánast allir nei. Miðað við þær tölur, sem birtar voru laust eftir klukkan 22 Í öllum kjördæmum greiddu 93,1% þátttakenda atkvæði gegn lögunum en 1,6% með þeim. 

Í Reykjavíkurkjördæmi norður var búið að telja 19.300 atkvæði. Þar sögðu 356 já, 17.738 nei og 1206 seðlar voru auðir eða ógildir. 

Í Reykjavíkurkjördæmi suður var búið að telja 21.080 atkvæði. Þar höfðu 399 sagt já, 19.515 sögðu nei og 1166 seðlar voru auðir.

Í Suðvesturkjördæmi  var búið að telja 19.500 atkvæði. 250 sögðu já, 18.350 sögðu nei, 850 seðlar voru auðir og 50 ógildir.

Í Norðvesturkjördæmi var búið að telja 2852 stkvæði. 43 sögðu já, 2700 sögðu nei, 100 voru auðir og 9 ógildir.

Í Norðausturkjördæmi var búið að telja 6000 atkvæði. 107 sögðu já,  5505 sögðu  nei, 367 skiluðu auðu og 21 seðill var ógildur.

Í Suðurkjördæmi  var búið að telja 5419 atkvæði. 64 höfðu sagt já, 5185 sögðu nei, 151 skilaði auðu og 19 seðlar voru ógildir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka