Semjum ekki um hvað sem er

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra varpaði fram spurningu til blaða- og fréttamanna í lok blaðamannafundar hans og forsætisráðherra, að afloknum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, sem var svohljóðandi: „Hvernig halda menn að gangi að semja ef einhverjir eru í samningaliðinu sem vilja ekki semja?“

Ráðherrann útskýrði orð sín ekki frekar og gekk við svo búið af fundi.

Morgunblaðið náði tali af Lárusi Blöndal hæstaréttarlögmanni, sem á sæti í samninganefnd Íslands, laust eftir að hann kom heim frá Lundúnum í gær. Hann var spurður hvort hann teldi að fjármálaráðherra væri að beina spjótum sínum að honum, sem fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefndinni: „Það kæmi mér á óvart ef fjármálaráðherra væri með þessu að beina orðum sínum til mín. Ég hef ekki litið á mig sem neitt vandamál í samninganefndinni. Við í samninganefndinni höfum unnið mjög vel saman og í mikilli einurð. Það er hins vegar rétt, að við erum ekki reiðubúin til þess að semja um hvað sem er,“ sagði Lárus.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina