„Það hefur án efa sjaldan verið haldin einkennilegri þjóðaratkvæðagreiðsla en þessi," segir Jonny Dymond, fréttamaður breska útvarpsins BBC, sem hér er staddur til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin.
„Allir hér viðurkenna, að samningurinn, sem þeir eru beðnir um að kjósa um, hafi í raun og verið verið settur til hliðar í viðræðum milli Íslendinga Breta og Hollendinga undanfarna tvo mánuði og annar betri sé í boði. Ríkisstjórnin hefði viljað aflýsa þjóðaratkvæðagreiðslunni. Forsætisráðherrann hefur þegar lýst því yfir að hún ætli ekki að kjósa," segir Dymond í stuttri fréttaskýringu á vef BBC. Frétt um kosningarnar er aðalfréttin á vefnum nú.
„Þeir sem skila sér á kjörstað munu væntanlega greiða atkvæði í mótmælaskyni: hér er fólk biturt yfir því hvernig Hollendingar og þó einkum Bretar hafa farið með Íslendinga," bæti Dymond við.