Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla

Magnús Árni Skúlason, einn af forsvarsmönnum InDefence, greiðir atkvæði í …
Magnús Árni Skúlason, einn af forsvarsmönnum InDefence, greiðir atkvæði í dag. mbl.is/Kristinn

„Það hef­ur án efa sjald­an verið hald­in ein­kenni­legri þjóðar­at­kvæðagreiðsla en þessi," seg­ir Jonny Dymond, fréttamaður breska út­varps­ins BBC, sem hér er stadd­ur til að fylgj­ast með at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve-lög­in. 

„All­ir hér viður­kenna, að samn­ing­ur­inn, sem þeir eru beðnir um að kjósa um, hafi í raun og verið verið sett­ur til hliðar í viðræðum milli Íslend­inga Breta og Hol­lend­inga und­an­farna tvo mánuði og ann­ar betri sé í boði.  Rík­is­stjórn­in hefði viljað af­lýsa þjóðar­at­kvæðagreiðslunni. For­sæt­is­ráðherr­ann hef­ur þegar lýst því yfir að hún ætli ekki að kjósa," seg­ir Dymond í stuttri frétta­skýr­ingu á vef BBC.  Frétt um kosn­ing­arn­ar er aðal­frétt­in á vefn­um nú.

„Þeir sem skila sér á kjörstað munu vænt­an­lega greiða at­kvæði í mót­mæla­skyni: hér er fólk bit­urt yfir því hvernig Hol­lend­ing­ar og þó einkum Bret­ar hafa farið með Íslend­inga," bæti Dymond við. 

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina