Um 26% kjörsókn í Reykjavík

mbl.is/Júlíus

Kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fram fer í dag virðist enn heldur minni en í þingkosningunum á síðasta ári. Í Reykjavíkurkjördæmi Suður höfðu 12.223 manns kosið um miðjan dag eða 27,75% af kjörskrá. Í Norðurkjördæmi Reykjavíkur höfðu á sama tíma 11.117 manns kosið eða 25,27% af kjörskrá.

Í Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu á sama tíma rúm 36% kosið í Alþingiskosningunum á síðasta ári og í norðurkjördæminu 35,47%.

Í Kópavogi höfðu 6067 kosið klukkan 15 sem er 27,65% kjörsókn. Í alþingiskosningunum 2009 var kjörsóknin 37,77% klukkan 15.  

Á Akureyri hafði 3851 kosið klukkan 15 sem er 29,66%. Kjörsókn á sama tíma í síðustu alþingiskosningum var 33,46%.

Í Árborg höfðu 1744 kosið klukkan 15 sem er 31,65% kjörsókn. Á sama tíma í alþingiskosningunum í fyrra var kjörsóknin 39,55%.

mbl.is