Klukkan átta í kvöld höfðu 22.988 einstaklingar greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður, það gerir 52,19% af kjörskrá. Það er nokkrum prósentum meira en í norðurkjördæmi Reykjavíkur. Þar höfðu 21.235 kosið kl. 20 eða 48,28% af kjörskrá.
Samtals höfðu kl. 20 í Suðvesturkjördæmi 33.009 greitt atkvæði sem nemur 55,6% kjörsókn. Í Alþingiskosningum 2009 höfðu 41462 kosið eða 71,2%.
Í Kópavogi höfðu 11.783 greitt atkvæði klukkan 20 sem er 53,71% kjörsókn. Kjörsókn í alþingiskosningunum í fyrra var hins vegar orðin nærri 72% klukkan 20.
Í Hafnarfirði höfðu 9898 kosið klukkan 20 sem er 54% kjörsókn. Í kosningunum í fyrra var kjörsóknin þar tæp 70% klukkan 20.
Á Akureyri höfðu 6368 kosið klukkan 20 eða 49,04%. Á sama tíma í fyrra var kjörsókn 65,8%.