Um 50% kjörsókn í Reykjavík

00:00
00:00

Klukk­an átta í kvöld höfðu 22.988 ein­stak­ling­ar greitt at­kvæði í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, það ger­ir 52,19% af kjör­skrá. Það er nokkr­um pró­sent­um meira en í norður­kjör­dæmi Reykja­vík­ur. Þar höfðu 21.235 kosið kl. 20 eða 48,28% af kjör­skrá.

Sam­tals höfðu kl. 20 í Suðvest­ur­kjör­dæmi 33.009 greitt at­kvæði sem nem­ur 55,6% kjör­sókn.  Í Alþing­is­kosn­ing­um 2009 höfðu 41462 kosið eða 71,2%.

Í Kópa­vogi höfðu  11.783 greitt at­kvæði klukk­an 20 sem er 53,71% kjör­sókn.  Kjör­sókn í alþing­is­kosn­ing­un­um í fyrra var hins veg­ar orðin nærri 72% klukk­an 20. 

Í Hafnar­f­irði höfðu 9898 kosið klukk­an 20 sem er 54% kjör­sókn. Í kosn­ing­un­um í fyrra var kjör­sókn­in þar tæp 70% klukk­an 20.

Á Ak­ur­eyri höfðu 6368 kosið klukk­an 20 eða 49,04%. Á sama tíma í fyrra var kjör­sókn 65,8%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina