Endanleg úrslit ekki fyrr en á morgun

Reykvíkingar á kjörstað í dag.
Reykvíkingar á kjörstað í dag. Reuters

Ljóst er, að end­an­leg úr­slit í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni munu ekki liggja fyr­ir fyrr en á morg­un því ekki er von á at­kvæðum frá Gríms­ey fyrr en þá. Ekki var hægt að fljúga með at­kvæðin í dag vegna veðurs og mun yfir­kjör­stjórn Norðaust­ur­kjör­dæm­is ekki birta loka­töl­ur þar fyrr en þau ber­ast.

Að sögn Páls Hlöðvers­son­ar, for­manns yfir­kjör­stjórn­ar Norðaust­ur­kjör­dæm­is, er enn beðið eft­ir at­kvæðum frá Aust­ur­landi en talið er í KA-heim­il­inu á Ak­ur­eyri.

Í Norðvest­ur­kjör­dæmi eru at­kvæði tal­in í Íþróttamiðstöðinni í Borg­ar­nesi. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá yfir­kjör­stjórn hafa aðeins borist um 6 þúsund at­kvæði en beðið er eft­ir at­kvæðum frá Vest­ur­byggð, Dala­sýslu, Akra­nesi og víðar. At­kvæði sem greidd voru í Ísa­fjarðabæ eru tal­in þar. Ekki er bú­ist við að end­an­leg úr­slit í kjör­dæm­inu liggi fyr­ir fyrr en und­ir morg­un.

Í Suður­kjör­dæmi er búið að telja um það bil helm­ing at­kvæða sem þar voru greidd. Ekki var hægt að fljúga með at­kvæði frá Höfn og er verið að flytja þau með bíl til Sel­foss þar sem taln­ing fer fram. Þá var flogið með at­kvæði frá Vest­manna­eyj­um á Bakka­flug­völl og þeim síðan ekið þangað. Grím­ur Her­geirs­son, formaður yfir­kjör­stjórn­ar, reiknaði með að taln­ingu lyki ekki fyrr en und­ir morg­un. 

Ekki var ljóst hvenær bú­ast mætti við að taln­ingu í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um og í Suðvest­ur­kjör­dæmi lyki. Miðað við þær töl­ur, sem voru komn­ar und­ir miðnættið, var kjör­sókn á land­inu öllu á milli 55-60%. 93,6% höfðu sagt nei, 1,5% sögðu já og 4,8% skiluðu auðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina