Úrslitin í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin í dag hafa vakið mikla athygli víða um heim og var strax sagt frá þeim í erlendum fjölmiðlum enda sendu þeir margir fréttamenn hingað til lands til að fylgjast með kosningunni.
Allir helstu fjölmiðlar á Norðurlöndunum, Bretlandi og víðar í Evrópu og í sögðu strax frá niðurstöðunni. Bandarískir fjölmiðlar á borð við New York Times og Voice of America hafa einnig sagt frá úrslitinum og frá því, sem kom fram í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins í kvöld, að Bretar og Hollendingar hefðu fallist á að halda áfram viðræðum um Icesave-málið.