Darling: Bretar vilja sýna sveigjanleika

Alistair Darling.
Alistair Darling. Reuters

Al­ista­ir Darling, fjár­málaráðherra Bret­lands, sagði við breska rík­is­út­varpið BBC í dag, að Bret­ar séu reiðubún­ir að sýna sveigj­an­leika til að ná fram lausn í Ices­a­ve-mál­inu. Hann bætti við, að það muni líða mörg ár þar til Bret­ar fái end­ur­greitt það fé sem þeir lögðu fram vegna hruns Lands­bank­ans. 

„Grund­vall­ar­atriðið í okk­ar huga er að fá féð til baka en við erum reiðubún­ir til að sýna sveigj­an­leika í samn­ing­um um skil­yrði og greiðslu­skil­mála því það þjón­ar ekki okk­ar hags­mun­um að skáka Íslandi út á hliðarlín­una. Við vilj­um að Ísland sé hluti af meg­in­straumn­um í Evr­ópu og þetta er hluti af því ferli," sagði Darling. 

Hann sagði, að Bret­ar muni fá fé sitt til baka á end­an­um. „Deil­an snýst ekki um hvort upp­hæðin, sem við lögðum fram til að tryggja hags­muni breskra spari­fjár­eig­enda, verður greidd til baka eða ekki. Deil­an snýst um skil­mála og kjör. Við höf­um raun­ar verið í viðræðum við ís­lensku rík­is­stjórn­ina und­an­farn­ar vik­ur. Við lögðum fram nýtt til­boð í síðustu viku. Þeir sögðu að þeir yrðu að bíða þar til eft­ir þjóðar­at­kvæðagreiðsluna," sagði Darling.   

„Ég held að það leiki eng­inn vafi á að við leggj­um áherslu á að fá fé okk­ar aft­ur. Ég er reiðubú­inn til viðræðna um kjör og skil­mála og það er hol­lenska rík­is­stjórn­in einnig." 

Darling ít­rekaði að ljóst sé að líða muni mörg ár þar til féð fæst end­ur­greitt að fullu. „Það er ekki hægt að fara á fund smáþjóðar eins og Íslands, þar sem mann­fjöld­inn er álíka og borg­in Wol­ver­ham­t­on og sega: end­ur­greiðið alla pen­ing­ana strax," sagði hann. „Við höf­um reynt að sýna sann­girni."

Darling benti einnig á, að eign­ir Lands­bank­ans í Bretlandi yrðu notaðar til að end­ur­greiða Ices­a­ve-skuld­ina. 

Reu­ters­frétta­stof­an seg­ir, að svo virðist sem afstaða hol­lenskra stjórn­valda hafi verið að herðast að und­an­förnu og vís­ar til um­mæla fjár­málaráðherra Hol­lands í gær, sem sagði, að Hol­lend­ing­ar muni m.a. taka til­lit til Ices­a­ve-máls­ins þegar þeir meta hvort fall­ast eigi á að bjóða Íslandi til aðild­ar­viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið. 


mbl.is