Ekki frekari lán til Íslands

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs.
Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs.

Jon­as Gahr Støre, ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, seg­ist ekki telja að það komi til greina að Norðmenn veiti Íslend­ing­um fjár­hagsaðstoð um­fram þá lána­fyr­ir­greiðslu, sem þegar hef­ur verið heitið. Stavan­ger Af­ten­blad hef­ur þetta eft­ir ráðherr­an­um en málið kom til umræðu á árs­fundi Verka­manna­flokks­ins í Roga­landi þar sem Gahr Støre var viðstadd­ur.

„Ef maður á 2600 krón­ur í bank­an­um og fjar­skyld­ur ætt­ingi kem­ur og biður um 30 króna lán, myndi maður ekki veita það?" spurði Karl Gj­edrem nokk­ur á fund­in­um. Hann minnti á, að Nor­eg­ur ætti ekki aðeins 2600 krón­ur í bank­an­um held­ur 2600 millj­arða norskra króna í ol­íu­sjóðnum svo­nefnda og væri því vel af­lögu­fær.

Terje Emil Johann­essen hvatti á fund­in­um norsk stjórn­völd til að leggja meira af mörk­um til að aðstoða Íslend­inga. Stavan­ger Af­ten­blad hef­ur eft­ir hon­um að það væri freist­andi að hugsa sem svo, að Íslend­ing­ar eigi að gjalda fyr­ir að hafa leyft kapí­talísku öfl­un­um að leika laus­um hala. En Ísland væri mik­il­vægt, einkum í nýt­ingu norður­svæðanna og því hlyti að vera hægt að rétta land­inu hjálp­ar­hönd. 

Blaðið hef­ur eft­ir Gahr Støre, að Norðmenn legðu fram stærsta hlut­ann af Norður­landalán­un­um til Íslands. Hins veg­ar sé Ísland ekki að glíma við nátt­úru­ham­far­ir held­ur mann­leg vanda­mál.

„Íslend­ing­ar hafa í hverj­um kosn­ing­un­um á fæt­ur öðrum frá ár­inu 1991 kosið stjórn­mála­stefnu sem hef­ur leitt til þess að landið er nú í þess­ari stöðu. Ég viður­kenni, að Íslend­ing­ar sáu þetta ekki all­ir fyr­ir en í lýðræði ber fólkið sjálft ábyrgð á þeirri stjórn­mála­stefnu sem það kýs. Ég vil ekki að norsk­ir skatt­greiðend­ur verði látn­ir borga þenn­an brúsa en við mun­um veita Íslend­ing­um lán," hef­ur blaðið eft­ir Jon­as Gahr Støre.

mbl.is