Flugvél farin til Grímseyjar að sækja atkvæði

Vonir standa til að hægt verði að fá lokatölur úr Norðausturkjördæmi um kvöldmatarleytið í kvöld. Að sögn Páll Hlöðverssonar, formanns yfirkjörstjórnar Norðausturkjördæmis, er flugvél Flugfélags Íslands lögð af stað til Grímseyjar og vonast menn til þess að hún geti lent og sótt 32 atkvæði Grímseyinga og flutt þau til lands.

„Við  erum í startholunum,“ segir Páll, en innan við tugur manna mun taka þátt í talningunni þannig að hún ætti að geta gengið hratt fyrir sig þegar atkvæðin loks berast.

Alls á eftir að telja um 2.500 atkvæði úr kjördæminu. Að sögn Páls var kjörsókn í kjördæminu um 59-60%.



mbl.is

Bloggað um fréttina