Fögnuður Íslendinga á BBC

Frá kosningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.
Frá kosningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. mbl.is/Kristinn

Fréttamaður breska ríkisútvarpsins, BBC, fór á stúfana seint í gærkvöldi til að fylgast með fögnuði Íslendinga eftir afgerandi niðurstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær.

Á vefmiðli BBC má sjá viðtöl við Íslendinga sem lýstu ánægju með niðurstöðuna í atkvæðagreiðslunni.

Endanleg úrslit í þjóðaratkvæðagreiðslunni liggja ekki fyrir þar sem ekki er búið að telja atkvæði í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. En þegar talin höfðu verið yfir 130 þúsund atkvæði höfðu 93,3% kjósenda hafnað Icesave-lögunum en 1,7% samþykkt þau. Tæplega 4,7% kjósenda skiluðu auðu.

Fögnuður Íslendinga á BBC

Kröfugangan í gær.
Kröfugangan í gær. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina