Kjörsókn 66% í Suðurkjördæmi

Kjósandi kemur út úr kjörklefa í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Kjósandi kemur út úr kjörklefa í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Kjör­sókn í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve-lög­in í gær var 66,22% í Suður­kjör­dæmi en loka­töl­ur þaðan bár­ust nú und­ir morg­un. Þar voru greidd 21.647 at­kvæði og þar af sögðu 300, eða tæp­lega 1,4%, já, 20.613 eða 95,2% sögðu nei, auðir seðlar voru 679 og ógild­ir 55.  Loka­talna er ekki að vænta úr Norðaust­ur­kjör­dæmi fyrr en síðdeg­is og  loka­töl­ur úr Norðvest­ur­kjör­dæmi hafa held­ur ekki borist.

Í Reykja­vík norður var kjör­sókn 58,6%. Þar greiddi 25.781 at­kvæði og sögðu 561 eða 2,1% já og 23.548 eða 91,3% sögðu nei. Auðir seðlar voru 1546 og ógild­ir 126 eða sam­tal tæp­lega 6,5%.   

Í Reykja­vík suður var kjör­sókn 62%. Þar greiddu 2,2% at­kvæði með lög­un­um, 92% sögðu nei en 5,7% skiluðu auðu eða gerðu at­kvæðin ógild.

Í Suðvest­ur­kjör­dæmi var kjör­sókn 65,7%. Þar sögðu 94,6% nei í at­kvæðagreiðslunni.

Þegar 14.000 at­kvæði höfðu verið tal­in í Norðaust­ur­kjör­dæmi höfðu 243 eða 1,7% sagt já, 12.909 eða 92,2% sagt nei. Auðir seðlar voru 803 og ógild­ir 45, sam­tals um 6%. Taln­ingu  var frestað um klukk­an 5 í nótt þar til fært verður fyr­ir flug til Gríms­eyj­ar sem verður í fyrsta lagi upp úr há­degi í dag sam­kvæmt veðurút­liti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina