Nei sögðu 93,2%

Kosningar í Ráðhúsi Reykjavíkur
Kosningar í Ráðhúsi Reykjavíkur Kristinn Ingvarsson

Loka­töl­ur úr þjóðar­at­kvæðagreiðslunni um Ices­a­ve-lög­in hafa skilað sér úr öll­um kjör­dæm­um nema Norðaust­ur­kjör­dæmi, en taln­ing þar frestaðist þar sem ekki væri hægt að flytja at­kvæði úr Gríms­ey. Sam­kvæmt nýj­ustu töl­um sögðu 93,2% en 1,8% já.

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um báðum sögðu 91,7% nei en 2,2% já. Í Suðvest­ur­kjör­dæmi greiddu 94,6% at­kvæði gegn lög­un­um og Suður­kjör­dæmi 95,2%.

Loka­töl­ur hafa nú borist úr Norðvest­ur­kjör­dæmi. Þar greiddu 13.561 at­kvæði sem er 63,6% kjör­sókn. Já sögðu 295 eða 2,18%, nei sögðu 12.573 eða 92,71%. Auðir at­kvæðaseðlar voru 660 eða 4,87% og ógild­ir 33 eða 0,24%.

Gert er ráð fyr­ir að heild­ar­kjör­sókn hafi verið í kring­um 62% en lands­kjör­stjórn mun senda staðfest­ar niður­stöður um það þegar úr­slit liggja fyr­ir í öll­um kjör­dæm­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Loka